Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:08 Svona mun húsið koma til með að líta út. Aðsend Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fram kemur í tilkynningu frá Modulbyggingum að húsið verði byggt í Reykjanesbæ. Byggingartíminn er 7 mánuðir frá deginum í dag, íbúðirnar koma í október fullbúnar og verða settar upp og tilbúnar fyrir kaupendur í lok árs. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara skammt frá þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða umhverfisvænar byggingar. Húsin séu byggð innandyra við bestu aðstæður sem sagt er auka gæði og minnka sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem á að auka loftgæði innanhúss og minnka líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum.Ferlið á að taka um sjö mánuði.Aðsend„Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum“ er haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, einum eigenda Modulbygginga, í tilkynningunni. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi, sem stendur að byggingu húsanna, er sagt hafa lengi skoðað nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Í tilkynningu segir að þar sé verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir. Framkvæmdastjóri Klasa segir byggingaraðferðina minnka óvíssu, sem er einn stærsti þátturinn í byggingu íbúða. „Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ er haft eftir Ingva Jónassyni. Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fram kemur í tilkynningu frá Modulbyggingum að húsið verði byggt í Reykjanesbæ. Byggingartíminn er 7 mánuðir frá deginum í dag, íbúðirnar koma í október fullbúnar og verða settar upp og tilbúnar fyrir kaupendur í lok árs. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara skammt frá þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða umhverfisvænar byggingar. Húsin séu byggð innandyra við bestu aðstæður sem sagt er auka gæði og minnka sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem á að auka loftgæði innanhúss og minnka líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum.Ferlið á að taka um sjö mánuði.Aðsend„Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum“ er haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, einum eigenda Modulbygginga, í tilkynningunni. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi, sem stendur að byggingu húsanna, er sagt hafa lengi skoðað nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Í tilkynningu segir að þar sé verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir. Framkvæmdastjóri Klasa segir byggingaraðferðina minnka óvíssu, sem er einn stærsti þátturinn í byggingu íbúða. „Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ er haft eftir Ingva Jónassyni.
Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira