Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2018 14:15 Fjölskylda og vinir Einars Darra vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna. Babl/Úr einkasafni Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999. Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999.
Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00
Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45