Golf

Stórstjörnur í ruglinu á fyrsta hring í New York

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tigerinn fer illa af stað á opna bandaríska meistaramótinu
Tigerinn fer illa af stað á opna bandaríska meistaramótinu vísir/getty
Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi.

Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari.

Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016.

Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×