Veiðitölur vikunnar komnar Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2018 09:53 Nú eru árnar að opna hver af annari og þá fer að verða gaman að uppfæra vikulegar veiðitölur en þær fyrstu eru komnar í hús. Landssamband veiðifélaga heldur utan um samantekt á veiðitölum úr flestum ánum og þar má sjá heildarveiði og vikuveiði ásamt fróðleik um árnar sjálfar. Það eru ekki margar ár komnar inn á listann eins og er enda tímabilið nýhafið en heildarveiðin í þeim ám sem eru komnar er sem segir. Urriðafoss 211 laxar Norðurá 95 laxar Blanda 52 laxar Þessar tölur gefa ekki beint rétta mynd heldur af neinu því aðstæður í þessum þremur ám hafa verið afar erfiðar. Mikið vatn og litað í Þjórsá og Blöndu. Norðurá er í ca. 30 rúmmetrum og það hefur verið bæði kalt og hvasst við ánna síðustu daga. Ástandið í Þverá er betra en hún er líklega að detta í 100 laxa fljótlega eftir frábæra opnun. Þar er gott vatn og lax að ganga í góðum skilyrðum. Hún er þó ekki á listanum en verður það með uppfærðum veiðitölum í næstu viku. Til að skoða listann í heild sinni í sumar þá má finna hann á www.angling.is Mest lesið Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði Þegar takan dettur niður Veiði
Nú eru árnar að opna hver af annari og þá fer að verða gaman að uppfæra vikulegar veiðitölur en þær fyrstu eru komnar í hús. Landssamband veiðifélaga heldur utan um samantekt á veiðitölum úr flestum ánum og þar má sjá heildarveiði og vikuveiði ásamt fróðleik um árnar sjálfar. Það eru ekki margar ár komnar inn á listann eins og er enda tímabilið nýhafið en heildarveiðin í þeim ám sem eru komnar er sem segir. Urriðafoss 211 laxar Norðurá 95 laxar Blanda 52 laxar Þessar tölur gefa ekki beint rétta mynd heldur af neinu því aðstæður í þessum þremur ám hafa verið afar erfiðar. Mikið vatn og litað í Þjórsá og Blöndu. Norðurá er í ca. 30 rúmmetrum og það hefur verið bæði kalt og hvasst við ánna síðustu daga. Ástandið í Þverá er betra en hún er líklega að detta í 100 laxa fljótlega eftir frábæra opnun. Þar er gott vatn og lax að ganga í góðum skilyrðum. Hún er þó ekki á listanum en verður það með uppfærðum veiðitölum í næstu viku. Til að skoða listann í heild sinni í sumar þá má finna hann á www.angling.is
Mest lesið Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði Þegar takan dettur niður Veiði