Hvorki hægt að hrópa húh né húrra fyrir veðrinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 12:00 Myndin er tekin á Ingólfstorgi þegar Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Þá, eins og nú, var settur upp risaskjár á Ingólfstorgi en það er ekki víst að það viðri neitt sérstaklega vel á torginu á morgun þar sem fólk gæti átt von á skúrum og ekkert neitt miklum hita. vísir/hanna Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“