Slá í gegn með handunnu súkkulaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:55 Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“ Matur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“
Matur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira