Ólafía var höggi frá niðurskurðinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2018 17:22 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á fyrsta hringnum. Vísir/Friðrik Þór Þegar allir kylfingar hafa lokið keppni á öðrum hring á Opna bandaríska risamótinu í golfi er orðið ljóst að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Ólafía kláraði keppni snemma í gær og átti frekar erfiðan hring þar sem hún spilaði á fimm höggum yfir pari. Veðrið var að stríða keppendum á Shoal Creek vellinum í Alabama og þurfti að fresta keppni á öðrum hring í dag. Í dag hefur niðurskurðarlínan verið flakkandi á milli þriggja og fjögurra högga yfir parið. Aðstæður eru erfiðar og hefur Ólafía þotið upp töfluna. Hún var í kringum 80. sæti í morgun en er nú jöfn í 64. sæti. Niðurskurðurinn miðast oft við 70 kylfinga en Ólafía er ásamt fleirum í 64. – 78. sæti og slapp ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skipti. Keppni á þriðja hring hefst fljótlega og á útsending frá mótinu að hefjast klukkan 18:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þegar allir kylfingar hafa lokið keppni á öðrum hring á Opna bandaríska risamótinu í golfi er orðið ljóst að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Ólafía kláraði keppni snemma í gær og átti frekar erfiðan hring þar sem hún spilaði á fimm höggum yfir pari. Veðrið var að stríða keppendum á Shoal Creek vellinum í Alabama og þurfti að fresta keppni á öðrum hring í dag. Í dag hefur niðurskurðarlínan verið flakkandi á milli þriggja og fjögurra högga yfir parið. Aðstæður eru erfiðar og hefur Ólafía þotið upp töfluna. Hún var í kringum 80. sæti í morgun en er nú jöfn í 64. sæti. Niðurskurðurinn miðast oft við 70 kylfinga en Ólafía er ásamt fleirum í 64. – 78. sæti og slapp ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skipti. Keppni á þriðja hring hefst fljótlega og á útsending frá mótinu að hefjast klukkan 18:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira