Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 23:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, feynir að höggva á hnútinn á Alþingi með tillögu um málsmeðferð veiðigjalda. vísir/sigtryggur ari Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00