Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 23:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, feynir að höggva á hnútinn á Alþingi með tillögu um málsmeðferð veiðigjalda. vísir/sigtryggur ari Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00