„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. júní 2018 11:30 Á þeim 20 mánuðum síðan Sonja Einarsdóttir sótti um skilnað hefur hann verið dæmdur fyrir ofbeldið og fengið á sig fimm nálgunarbönn. Stöð 2 „Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
„Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15