Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2018 22:00 Nissan Altima hefur selst illa undanfarið vestra. Stórlækkaður hagnaðar Nissan á sölu bíla í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur ákveðið að minnka framleiðslu bíla sinna þar um 20%. Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. Mun niðurskurðurinn eiga við í tveimur verksmiðjum Nissan í Bandaríkjunum og þremur í Mexíkó. Það mun þó ekki leiða til uppsagna starfsfólks í verksmiðjunum. Frá mars í fyrra og til mars í ár hefur sala Nissan bíla fallið um 9,2% í Bandaríkjunum, en nokkur aukning var á sölu árið 2016. Það er helst slök sala Nissan Altima bílsins sem skýrir út hina minnkandi sölu, en ný gerð hans verður kynnt seinna á þessu ári. Fjárhagsár Nissan kláraðist í lok mars og hagnaður á sölu í Bandaríkjunum lækkaði um 30,5%. Nissan hefur ríflega tvöfaldað sölu bíla sinna í Bandarikjunum frá árinu 2010 og selur nú þar um 1,6 milljónir bíla á ári, en það er fast að 10% sölu allra bíla í landinu á ári. Um 60% allra seldra bíla Nissan í Bandaríkjunum eru framleiddir þar í landi eða í Mexíkó. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent
Stórlækkaður hagnaðar Nissan á sölu bíla í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur ákveðið að minnka framleiðslu bíla sinna þar um 20%. Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. Mun niðurskurðurinn eiga við í tveimur verksmiðjum Nissan í Bandaríkjunum og þremur í Mexíkó. Það mun þó ekki leiða til uppsagna starfsfólks í verksmiðjunum. Frá mars í fyrra og til mars í ár hefur sala Nissan bíla fallið um 9,2% í Bandaríkjunum, en nokkur aukning var á sölu árið 2016. Það er helst slök sala Nissan Altima bílsins sem skýrir út hina minnkandi sölu, en ný gerð hans verður kynnt seinna á þessu ári. Fjárhagsár Nissan kláraðist í lok mars og hagnaður á sölu í Bandaríkjunum lækkaði um 30,5%. Nissan hefur ríflega tvöfaldað sölu bíla sinna í Bandarikjunum frá árinu 2010 og selur nú þar um 1,6 milljónir bíla á ári, en það er fast að 10% sölu allra bíla í landinu á ári. Um 60% allra seldra bíla Nissan í Bandaríkjunum eru framleiddir þar í landi eða í Mexíkó.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent