Fékk að fara í sparifötin á afmælisdaginn Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2018 09:00 Stuttu fyrir stundina góðu fóru Njáll og Valgarð stuttan rúnt á bílnum til að endurnýja kynni hans við kaggann. Hann sagðist kannast vel við bílinn að innan þótt hann kannaðist ekki við stýrið, enda var það hárrétt að það var ekki úr bílnum upprunalega. Það var árla morguns 26. maí 1968 sem dagurinn hafði verið ákveðinn. Fyrsti bíllinn myndi þá skipta formlega yfir á hægri akrein fyrir framan Útvarpshúsið við Skúlagötu, enda hentaði gatan vel til slíks enda breið með akreinaskiptingu. Talsvert hafði safnast af bílum fyrir stundina og kl 5:50 höfðu þeir allir stillt sér upp við gangstéttirnar. Við skulum grípa stuttlega niður í viðtal í Morgunblaðinu við Valgarð Briem, eiganda Plymouth Valiant bílsins sem aka myndi fyrstur yfir á hægri vegarhelming. „Ég ók fyrst bifreið minni frá vinstri kanti yfir á hinn hægri á Skúlagotu kl. 5.55 í morgun. Ég ók síðan Skúlagötu suður Snorrabraut að Miklatorgi og síðan til baka niður á Hveríisgötu og austur úr. Mér fundust viðbrigðin mest á Hverfisgötunni á kaflanum austan Snorrabrautar. Þar fannst mér sem ég kominn í aðra borg. Kemur þar hvorttveggja til, miklar breytirtgar á gatnakerfinu og svo að sjálfsögðu aksturinn." Fimm áratugum síðar var komið að þeirri stund að Valiantinn og Valgarð myndu hittast aftur, og þá til að endurtaka leikinn.Staðfestu báðir söluferlið Sá sem hefur haft umráð með bílnum undanfarin misseri er Njáll Gunnlaugsson ökukennari sem keypti hann fyrir fimm árum síðan er hann var auglýstur til sölu á netinu. „Enginn virtist vilja hann þá, líklega út af því að lakkið var ljótt og liturinn ekki skárri,, sægrænn litur sem var orðinn mattur af langri veru utandyra. Bíllinn er þó furðu lítið ryðgaður sem hefur líklega talsvert með það að gera að hann hefur verið í saltlausu umhverfi fyrir norðan, mestmegnis í Mývatnssveit mestalla sína lífstíð,“ sagði Njáll um hvernig bíllinn komst í hans hendur. Þegar Njáll keypti bílinn vildi hann fá það staðfest að um rétta bílinn væri að ræða. Samkvæmt skrám Samgöngustofu var bíllinn fyrst skráður á Jóhannes Steingrímsson á Mývatni 1976 og voru það elstu skráningarupplýsingarnar. „Ég hringdi í Jósa og ræddi við hann um bílinn og sagði hann mér meðal annars að hann hefði ekki hitt Valgarð Briem sjálfan þegar hann keypti bílinn því að tengdasonur hans hefði séð um söluna. Eins sagði hann mér að bíllinn hefði farið í málningu til Akureyrar og þá hefði átt að sprauta hann í sama lit, en fyrir mistök var hann sprautaður með þessum græna lit sem einnig er Plymouth litur. Þegar ég ræddi síðan við Valgarð um bílinn mundi hann vel eftir honum en sagðist ekki hafa átt hann lengi, líklega selt hann uppúr 1970. Hann sagði mér hins vegar óspurður að tengdasonur hans hefði séð um að selja bílinn fyrir sig og þá þurfti ég ekki lengur vitnanna við. Þetta hlaut að vera sami bíllinn.“Valgarði fórst það vel úr hendi að aka gamla bílnum yfir á hægri vegarhelming þótt að bíllinn væri kenjóttur eins og gamalla bíla er siður. Hann er 94 ára gamall og er enn með gilt ökuskírteini.Mun fara í alvöru uppgerð á næstunni Þótt bíllinn sé ekki uppgerður var farið í það verkefni að láta að sprauta hann fyrir afmælið. „Okkur fannst ekki annað hægt en að bíllinn færi í sparifötin á afmælisárinu. Bíllinn er vel uppgerðarhæfur og er lítið ryðgaður þótt skipta þurfi út botnplötum í bílnum. Við pússuðum hann niður að mestu og síðan tóku Utley bræður í Rétt Sprautun við honum og spörtsluðu og sprautuðu hann í þessum lit. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir hjálpina.“ Því miður er upprunalega vélin ekki lengur til en hún mun hafa frostsprungið. Núna er önnur og stærri Slant-Six vél í honum úr Dodge Aries en sá sem setti hana í og gerði bílinn ökuhæfan fyrir átta árum síðan hét Ingólfur Wendel Birgisson, en hann er nú látinn. Sá sem seldi Njáli bílinn heitir Páll Hjaltalín og sá sem á bílinn í félagi við Njál um þessar mundir er Sigurjón Andersen, maðurinn með Mopar hjartað. Það stendur til að gera bílinn upp frá A-Ö á næstunni. „Við munum þó leyfa honum að spóka sig aðeins um á afmælisárinu áður en það gerist,“ sagði Njáll að lokum. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Það var árla morguns 26. maí 1968 sem dagurinn hafði verið ákveðinn. Fyrsti bíllinn myndi þá skipta formlega yfir á hægri akrein fyrir framan Útvarpshúsið við Skúlagötu, enda hentaði gatan vel til slíks enda breið með akreinaskiptingu. Talsvert hafði safnast af bílum fyrir stundina og kl 5:50 höfðu þeir allir stillt sér upp við gangstéttirnar. Við skulum grípa stuttlega niður í viðtal í Morgunblaðinu við Valgarð Briem, eiganda Plymouth Valiant bílsins sem aka myndi fyrstur yfir á hægri vegarhelming. „Ég ók fyrst bifreið minni frá vinstri kanti yfir á hinn hægri á Skúlagotu kl. 5.55 í morgun. Ég ók síðan Skúlagötu suður Snorrabraut að Miklatorgi og síðan til baka niður á Hveríisgötu og austur úr. Mér fundust viðbrigðin mest á Hverfisgötunni á kaflanum austan Snorrabrautar. Þar fannst mér sem ég kominn í aðra borg. Kemur þar hvorttveggja til, miklar breytirtgar á gatnakerfinu og svo að sjálfsögðu aksturinn." Fimm áratugum síðar var komið að þeirri stund að Valiantinn og Valgarð myndu hittast aftur, og þá til að endurtaka leikinn.Staðfestu báðir söluferlið Sá sem hefur haft umráð með bílnum undanfarin misseri er Njáll Gunnlaugsson ökukennari sem keypti hann fyrir fimm árum síðan er hann var auglýstur til sölu á netinu. „Enginn virtist vilja hann þá, líklega út af því að lakkið var ljótt og liturinn ekki skárri,, sægrænn litur sem var orðinn mattur af langri veru utandyra. Bíllinn er þó furðu lítið ryðgaður sem hefur líklega talsvert með það að gera að hann hefur verið í saltlausu umhverfi fyrir norðan, mestmegnis í Mývatnssveit mestalla sína lífstíð,“ sagði Njáll um hvernig bíllinn komst í hans hendur. Þegar Njáll keypti bílinn vildi hann fá það staðfest að um rétta bílinn væri að ræða. Samkvæmt skrám Samgöngustofu var bíllinn fyrst skráður á Jóhannes Steingrímsson á Mývatni 1976 og voru það elstu skráningarupplýsingarnar. „Ég hringdi í Jósa og ræddi við hann um bílinn og sagði hann mér meðal annars að hann hefði ekki hitt Valgarð Briem sjálfan þegar hann keypti bílinn því að tengdasonur hans hefði séð um söluna. Eins sagði hann mér að bíllinn hefði farið í málningu til Akureyrar og þá hefði átt að sprauta hann í sama lit, en fyrir mistök var hann sprautaður með þessum græna lit sem einnig er Plymouth litur. Þegar ég ræddi síðan við Valgarð um bílinn mundi hann vel eftir honum en sagðist ekki hafa átt hann lengi, líklega selt hann uppúr 1970. Hann sagði mér hins vegar óspurður að tengdasonur hans hefði séð um að selja bílinn fyrir sig og þá þurfti ég ekki lengur vitnanna við. Þetta hlaut að vera sami bíllinn.“Valgarði fórst það vel úr hendi að aka gamla bílnum yfir á hægri vegarhelming þótt að bíllinn væri kenjóttur eins og gamalla bíla er siður. Hann er 94 ára gamall og er enn með gilt ökuskírteini.Mun fara í alvöru uppgerð á næstunni Þótt bíllinn sé ekki uppgerður var farið í það verkefni að láta að sprauta hann fyrir afmælið. „Okkur fannst ekki annað hægt en að bíllinn færi í sparifötin á afmælisárinu. Bíllinn er vel uppgerðarhæfur og er lítið ryðgaður þótt skipta þurfi út botnplötum í bílnum. Við pússuðum hann niður að mestu og síðan tóku Utley bræður í Rétt Sprautun við honum og spörtsluðu og sprautuðu hann í þessum lit. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir hjálpina.“ Því miður er upprunalega vélin ekki lengur til en hún mun hafa frostsprungið. Núna er önnur og stærri Slant-Six vél í honum úr Dodge Aries en sá sem setti hana í og gerði bílinn ökuhæfan fyrir átta árum síðan hét Ingólfur Wendel Birgisson, en hann er nú látinn. Sá sem seldi Njáli bílinn heitir Páll Hjaltalín og sá sem á bílinn í félagi við Njál um þessar mundir er Sigurjón Andersen, maðurinn með Mopar hjartað. Það stendur til að gera bílinn upp frá A-Ö á næstunni. „Við munum þó leyfa honum að spóka sig aðeins um á afmælisárinu áður en það gerist,“ sagði Njáll að lokum.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent