123 laxar komnir á land á níu dögum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2018 09:00 Tekist á við lax í Urriðafossi. Mynd: Iceland Outfitters Það er óhætt að segja að veiðisumarið fari vel af stað og það svæði sem opnaði fyrst er jafnframt það sem er að slá í gegn. Veiðisvæðið við Urriðafoss var það veiðisvæði sem var með hæstu meðalveiði á stöng síðasta sumar en þá veiddust 755 laxar á tvær stangir yfir sumarið. Stöngunum verður svo fjölgað í 3-4 eftir dögum og það var alveg í lagi því það er mjög rúmt um veiðimenn á þessu svæði. Nú hefur verið opið fyrir veiðimenn í níu daga og er heildarveiðin komin í 123 laxa. Stærstu göngurnar ekki einu sinni komnar og það stefnir allt í að annað árið í röð verði veiðin þarna ekkert minna en frábær. Meðalfjöldi laxa á stöng er 13.4 á þessum níu dögum og á líklega eftir að hækka. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þarna hafi aldrei verið veitt á stöng fyrr en í fyrra, alla vega ekki neinu sem nemur, og að sá lax sem kom upp úr ánni hafi allur verið veiddur í net. Þarna hefur verið að koma í ljós eitt allra besta veiðisvæði landsins og er þaðstrax orðið vinsælt eftir því vegna þess að aðeins nokkrar stangir eru eftir þetta sumarið. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði
Það er óhætt að segja að veiðisumarið fari vel af stað og það svæði sem opnaði fyrst er jafnframt það sem er að slá í gegn. Veiðisvæðið við Urriðafoss var það veiðisvæði sem var með hæstu meðalveiði á stöng síðasta sumar en þá veiddust 755 laxar á tvær stangir yfir sumarið. Stöngunum verður svo fjölgað í 3-4 eftir dögum og það var alveg í lagi því það er mjög rúmt um veiðimenn á þessu svæði. Nú hefur verið opið fyrir veiðimenn í níu daga og er heildarveiðin komin í 123 laxa. Stærstu göngurnar ekki einu sinni komnar og það stefnir allt í að annað árið í röð verði veiðin þarna ekkert minna en frábær. Meðalfjöldi laxa á stöng er 13.4 á þessum níu dögum og á líklega eftir að hækka. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þarna hafi aldrei verið veitt á stöng fyrr en í fyrra, alla vega ekki neinu sem nemur, og að sá lax sem kom upp úr ánni hafi allur verið veiddur í net. Þarna hefur verið að koma í ljós eitt allra besta veiðisvæði landsins og er þaðstrax orðið vinsælt eftir því vegna þess að aðeins nokkrar stangir eru eftir þetta sumarið.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði