Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin.
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.
Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra
Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja.Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra.
„Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.