Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2018 12:16 Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag. Vísir/einar Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
„Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19