Katrín og kjarnorka í síðustu Víglínunni fram á haust Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2018 10:00 Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira