Íslenskir óperuhöfundar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 17:45 Hugi (t.v.) og Daníel (t.h.) eru tilnefndir fyrir óperuverk. Daníel Bjarnason/Dagur Sigurðsson Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira