Meiðsli Hannesar Þórs ekki alvarleg Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 08:30 Hannes Þór Halldórsson. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45