Afar viðburðarík vika hjá Kjartani Henry Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Kjartan Henry fagnar marki með Horsens vísir/getty Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira