Eldgosið í Eyjafjallajökli hið frægasta síðustu áratuga Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á um sex prósent heimsbyggðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fbl/PJETUR Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira