Eldgosið í Eyjafjallajökli hið frægasta síðustu áratuga Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á um sex prósent heimsbyggðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fbl/PJETUR Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira