Kóbaltskortur gæti hamlað rafhlöðuframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 08:00 Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum. Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent