Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Gamla Sundhöllinn í Keflavík er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25