Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Um fjögur hundruð sóttu mótorhjólamessu allra mótorhjólamanna höfuðborgarsvæðins í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu. Vísir/ernir trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira