Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 17:39 Rapheal Schutz, sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi. Vísir/Vilhelm Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi, telur orðspor Ísraels eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem hann reyndi að útskýra hlið Ísraels í átökum tengdum Gaza-svæðinu og nýju sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem. Ísrael vann Eurovision eftirminnilega fyrr í mánuðinum og ljóst að keppnin verður haldin þar í landi á næsta ári. Schutz sagði Ísraelsmenn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun hvort keppnin verður haldin í Jerúsalem eða Tel Avív. Hann sagði hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að keppnina verði í Jerúsalem, enda hafi hún verið haldin með góðum árangri þar í borg tvisvar áður. Minntist hann sérstaklega á góðan árangur Selmu Björnsdóttur þegar hún hafnaði í öðru sæti í keppninni þegar hún var haldin í Jerúsalem árið 1999. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppt hefur fyrir hönd Íslands í Eurovision og er mikill fræðingur um keppnina, lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að Íslendingar ættu að sniðganga keppnina í Ísrael á næsta ári og mótmæla þannig „fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínu og setja mörk á alþjóðavísu.“ Schutz sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að hann hefði boðið Páli Óskari til viðræðna til að lýsa sínum sjónarmiðum og leyfa Páli Óskari að heyra hlið Ísraels í þessu máli en sagði Pál hafa hafnað boði hans. Sagðist hann vonast til þess að Íslendingar muni taka þátt í keppninni á næsta ári.Nánar verður fjallað um efni fundarins og rætt frekar við Schutz í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi, telur orðspor Ísraels eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem hann reyndi að útskýra hlið Ísraels í átökum tengdum Gaza-svæðinu og nýju sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem. Ísrael vann Eurovision eftirminnilega fyrr í mánuðinum og ljóst að keppnin verður haldin þar í landi á næsta ári. Schutz sagði Ísraelsmenn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun hvort keppnin verður haldin í Jerúsalem eða Tel Avív. Hann sagði hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að keppnina verði í Jerúsalem, enda hafi hún verið haldin með góðum árangri þar í borg tvisvar áður. Minntist hann sérstaklega á góðan árangur Selmu Björnsdóttur þegar hún hafnaði í öðru sæti í keppninni þegar hún var haldin í Jerúsalem árið 1999. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppt hefur fyrir hönd Íslands í Eurovision og er mikill fræðingur um keppnina, lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að Íslendingar ættu að sniðganga keppnina í Ísrael á næsta ári og mótmæla þannig „fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínu og setja mörk á alþjóðavísu.“ Schutz sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að hann hefði boðið Páli Óskari til viðræðna til að lýsa sínum sjónarmiðum og leyfa Páli Óskari að heyra hlið Ísraels í þessu máli en sagði Pál hafa hafnað boði hans. Sagðist hann vonast til þess að Íslendingar muni taka þátt í keppninni á næsta ári.Nánar verður fjallað um efni fundarins og rætt frekar við Schutz í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45