Klámfengnu efni sérstaklega beint að börnum á YouTube Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. maí 2018 08:17 Á þetta myndband með Elsu og Spiderman hefur verið horft oftar en fjórum milljón sinnum. Skjáskot Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira