Mjög mikil rigning sunnan- og vestanlands á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2018 10:30 Spákort fyrir hádegið á morgun, kjördag. Það verður rigning víða um land. veðurstofa íslands Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira