Átján börn hafa fengið að gifta sig á Íslandi síðan 1998 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 12:05 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga. vísir/hanna Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis. Alþingi Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis.
Alþingi Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira