Fékk 360 þúsund króna viðbót Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Bæjarstjórar hafa hækkað í launum að undanförnu. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar er þar engin undantekning. Vísir/gva Mánaðarlaun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hækkuðu um rúmlega 360 þúsund krónur í fyrra frá árinu 2016. Laun bæjarfulltrúa hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórnendur í Mosfellsbæ fóru ekki þá leið sem margar sveitarstjórnir fóru, að afsala sér áhrifum hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi í nóvember 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig áhrif kjararáðshækkunarinnar, eða annarra leiða sem farnar voru við útreikning launa, hafa birst í ársreikningum sveitarfélaganna. Ársreikningarnir eiga það allir sameiginlegt að þar er lítið gagnsæi. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórna og bæjarstjóra eru jafnan afgreidd í einni setningu, birt sem ein heildarupphæð og oft án samanburðar við árið áður.Haraldur SverrissonFréttablaðið hefur því að undanförnu kallað eftir sundurliðun á þessum upplýsingum til að sýna fram á launaþróun kjörinna fulltrúa milli áranna 2016 og 2017. Það leiddi meðal annars til þess að Fréttablaðið greindi frá því hvernig laun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði og nema í dag um 2,5 milljónum. Athygli vekur að bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, fékk tvær milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem bæjarstjóri og sem kjörinn bæjarfulltrúi. Það er 361 þúsund krónum meira en árið 2016 eða hækkun sem nemur 22 prósentum. Laun bæjarfulltrúa námu 34 milljónum árið 2017 en voru 25,4 milljónir árið áður.Hækkunin nemur 33,8 prósentum. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hækkuðu laun bæjarstjórnar frá og með 1. janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups. Ákveðið hafi þó verið að lækka þóknun til bæjarfulltrúa úr 25 prósentum af þingfararkaupi í 22,5 prósent sem hafi skilað því að hækkunin varð minni en ella. Bæjarstjóralaunin hækkuðu sömuleiðis vegna ákvörðunar kjararáðs. En samkvæmt ráðningarsamningi skulu laun hans fylgja launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórinn, sem einnig er kjörinn bæjarfulltrúi eins og víða tíðkast, þiggur því tvöföld laun og er meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. Um 9.800 íbúar voru í Mosfellsbæ í lok síðasta ársEiríkur fékk hækkun Laun bæjarfulltrúa á Akureyri hækkuðu um rúmlega 31 prósent milli ára í fyrra en mánaðarlaun bæjarstjórans, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu um aðeins sjö prósent. Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu þó um 103 þúsund krónur á mánuði. Akureyringar fóru þá leið, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, að aftengja launakjör sín þingfararkaupi og þar með ríflegri launahækkun kjararáðs frá nóvember 2016. Í staðinn taka laun þeirra og bæjarstjóra nú breytingum í samræmi við launavísitölu, tvisvar á ári. Laun bæjarstjórnar, ráðs og nefnda nema nú skilgreindu hlutfalli af viðmiðunarfjárhæð, sem er 960.607 krónur. Bæjarstjórinn fékk 1.562 þúsund krónur á mánuði í fyrra samanborið við 1.459 þúsund árið 2016. Launakostnaður bæjarstjórnar fór úr 29,1 milljón króna árið 2016 í 38,2 Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hækkuðu um rúmlega 360 þúsund krónur í fyrra frá árinu 2016. Laun bæjarfulltrúa hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórnendur í Mosfellsbæ fóru ekki þá leið sem margar sveitarstjórnir fóru, að afsala sér áhrifum hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi í nóvember 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hvernig áhrif kjararáðshækkunarinnar, eða annarra leiða sem farnar voru við útreikning launa, hafa birst í ársreikningum sveitarfélaganna. Ársreikningarnir eiga það allir sameiginlegt að þar er lítið gagnsæi. Laun og launatengd gjöld bæjarstjórna og bæjarstjóra eru jafnan afgreidd í einni setningu, birt sem ein heildarupphæð og oft án samanburðar við árið áður.Haraldur SverrissonFréttablaðið hefur því að undanförnu kallað eftir sundurliðun á þessum upplýsingum til að sýna fram á launaþróun kjörinna fulltrúa milli áranna 2016 og 2017. Það leiddi meðal annars til þess að Fréttablaðið greindi frá því hvernig laun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði og nema í dag um 2,5 milljónum. Athygli vekur að bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, fékk tvær milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem bæjarstjóri og sem kjörinn bæjarfulltrúi. Það er 361 þúsund krónum meira en árið 2016 eða hækkun sem nemur 22 prósentum. Laun bæjarfulltrúa námu 34 milljónum árið 2017 en voru 25,4 milljónir árið áður.Hækkunin nemur 33,8 prósentum. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hækkuðu laun bæjarstjórnar frá og með 1. janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups. Ákveðið hafi þó verið að lækka þóknun til bæjarfulltrúa úr 25 prósentum af þingfararkaupi í 22,5 prósent sem hafi skilað því að hækkunin varð minni en ella. Bæjarstjóralaunin hækkuðu sömuleiðis vegna ákvörðunar kjararáðs. En samkvæmt ráðningarsamningi skulu laun hans fylgja launum ráðuneytisstjóra. Bæjarstjórinn, sem einnig er kjörinn bæjarfulltrúi eins og víða tíðkast, þiggur því tvöföld laun og er meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. Um 9.800 íbúar voru í Mosfellsbæ í lok síðasta ársEiríkur fékk hækkun Laun bæjarfulltrúa á Akureyri hækkuðu um rúmlega 31 prósent milli ára í fyrra en mánaðarlaun bæjarstjórans, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu um aðeins sjö prósent. Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu þó um 103 þúsund krónur á mánuði. Akureyringar fóru þá leið, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, að aftengja launakjör sín þingfararkaupi og þar með ríflegri launahækkun kjararáðs frá nóvember 2016. Í staðinn taka laun þeirra og bæjarstjóra nú breytingum í samræmi við launavísitölu, tvisvar á ári. Laun bæjarstjórnar, ráðs og nefnda nema nú skilgreindu hlutfalli af viðmiðunarfjárhæð, sem er 960.607 krónur. Bæjarstjórinn fékk 1.562 þúsund krónur á mánuði í fyrra samanborið við 1.459 þúsund árið 2016. Launakostnaður bæjarstjórnar fór úr 29,1 milljón króna árið 2016 í 38,2
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00