Stefnt að því að setja upp umferðarljós við Jökulsárlón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:43 Yfirlitsmynd með langsniði vegar sem sýnir umræddar aðgerðir. vegagerðin Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar. Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar.
Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00