Skanna tvær milljónir mynda The Telegraph Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Myndasafnið frá The Telegraph fyllti heilan 40 feta gám. Á skrifstofunni hjá Arnaldi og félögum er allt morandi í myndum. Vísir/Sigtryggur Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent