Án Söru Bjarkar og Dagnýjar Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2018 08:30 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira