Ljósmæður búnar að semja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 17:29 Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Vísir/Vilhelm Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira