Ráðherra óviss um nauðsyn breytinga á meiðyrðalöggjöf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 11:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki viss um að allir séu sammála um nauðsyn þess að breyta löggjöf um meiðyrði þrátt fyrir fjölda dóma gegn Íslandi frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Vísir/Ernir Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira