The Rolling Stones munu bara drekka íslenskt vatn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2018 21:46 Goðsagnirnar í The Rolling Stones eru að fara hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu seinna í mánuðinum. Vísir/Getty Rokkstjörnurnar í The Rolling Stones eru í þann mund að leggja af stað í tónleikaferðalagið No Filter sem mun hefjast með risatónleikum í Dublin á Írlandi þann 17. maí. Meðlimir sveitarinnar ætla að halda sér hraustum með því að drekka íslenskt vatn á tónleikaferðalaginu, en sveitin hefur gert samkomulag við Icelandic Glacial um að sjá tónleikaferðalaginu fyrir íslensku vatni sem sett er á flöskur á umhverfisvænan hátt. Icelandic Glacial er því fyrsta tegund flöskuvatns í heiminum sem er vottað sem kolefnishlutlaust. Það eru ekki bara rokkstjörnurnar sjálfar sem munu svala þorsta sínum með íslensku vatni, en það fá tónleikagestir sömuleiðis. Hljómsveitinni var mikið í mun að draga úr kolefnisspori sveitarinnar á jafn stóru tónleikaferðalagi og er í vændum, og er því samkomulagið mikil gleðitíðindi. Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial og sérstakur aðdáandi The Rolling Stones, er hæstánægður. „Við erum gríðarlega ánægð með þetta samstarf með hljómsveitinni og erum spennt fyrir því að hjálpa henni að gerast umhverfisvæn hljómsveit. Fyrirtækið okkar hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að vera kolefnishlutlaust og það er sérstakt ánægjuefni að hitta á samstarfsaðila sem hafa sama metnað og við í því að draga úr kolefnisspori.“ No Filter-tónleikaferðalagið mun standa yfir til 8. júlí en því lýkur með risatónleikum í Varsjá. The Rolling Stones munu heimsækja fjórtán evrópskar borgir á ferðalaginu og munu heppnir tónleikagestir í London, Berlín og Prag, auk annarra borga, fá að svala þorsta sínum með íslensku vatni. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rokkstjörnurnar í The Rolling Stones eru í þann mund að leggja af stað í tónleikaferðalagið No Filter sem mun hefjast með risatónleikum í Dublin á Írlandi þann 17. maí. Meðlimir sveitarinnar ætla að halda sér hraustum með því að drekka íslenskt vatn á tónleikaferðalaginu, en sveitin hefur gert samkomulag við Icelandic Glacial um að sjá tónleikaferðalaginu fyrir íslensku vatni sem sett er á flöskur á umhverfisvænan hátt. Icelandic Glacial er því fyrsta tegund flöskuvatns í heiminum sem er vottað sem kolefnishlutlaust. Það eru ekki bara rokkstjörnurnar sjálfar sem munu svala þorsta sínum með íslensku vatni, en það fá tónleikagestir sömuleiðis. Hljómsveitinni var mikið í mun að draga úr kolefnisspori sveitarinnar á jafn stóru tónleikaferðalagi og er í vændum, og er því samkomulagið mikil gleðitíðindi. Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial og sérstakur aðdáandi The Rolling Stones, er hæstánægður. „Við erum gríðarlega ánægð með þetta samstarf með hljómsveitinni og erum spennt fyrir því að hjálpa henni að gerast umhverfisvæn hljómsveit. Fyrirtækið okkar hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að vera kolefnishlutlaust og það er sérstakt ánægjuefni að hitta á samstarfsaðila sem hafa sama metnað og við í því að draga úr kolefnisspori.“ No Filter-tónleikaferðalagið mun standa yfir til 8. júlí en því lýkur með risatónleikum í Varsjá. The Rolling Stones munu heimsækja fjórtán evrópskar borgir á ferðalaginu og munu heppnir tónleikagestir í London, Berlín og Prag, auk annarra borga, fá að svala þorsta sínum með íslensku vatni.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira