Ráðherrar Norðurlandanna sameinast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði í gær sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherrum Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frásagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt lagaumhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráðherrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norðurlöndin njóta og við í norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lærdóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir að fela skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Stj.mál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði í gær sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherrum Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frásagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt lagaumhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráðherrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norðurlöndin njóta og við í norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lærdóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir að fela skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Stj.mál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira