Ein af flugunum sem ekki má gleyma Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2018 10:00 Black Zulu Þrátt fyrir heldur kaldann maímánuð eru veiðimenn að taka ágætlega við sér og nota skástu dagana til að sjá hvort vötnin um land allt séu að komast í gang. Það sem fylgir undirbúninginum fyrir veiðitúrinn er að skoða í boxinn og sjá hvað er til en margir hafa verið duglegir í vetur við að hnýta flugur og þá gjarnan þær sem hafa gefið best. En það gleymist alltaf ein og ein fluga og þegar það koma fram flugur sem verða mjög vinsælar falla þær gömlu og góðu stundum í gleymsku. Það eru margar veiðnar flugur sem kallast klassískar silungaflugur sem eru lítið notaðar í dag og þar má t.d. nefna Alder, Royal Coachman, Bloddy Buthcer og svo eina sem ég tel skyldu að eiga í boxinu. Black Zulu er afskaplega einföld fluga. Svartur búkur, svartur fjaðurvafningur, silfur oval tinsel og rautt stutt ullarskott. Þessi fluga er nefnilega oft ansi veiðin hvort sem er í vötnum eða í ám og silungurinn virðist oft ansi sólgin í hana. Hún veiðir líklegast best í stærðum 12-16# og hefur gefið undirrituðum ansi góða veiði í gegnum tíðina, þar á meðal eina bestu kvöldstund við Fljótaá fyrir mörgum árum þegar um 50 bleikjur tóku þessa flugu á einum eftirmiðdegi. Af tveimur bestu gömlu flugunum sem veiðimenn eiga að vera með í sínu boxi myndi ég telja að við hliðina á Black Zulu eigi Peter Ross vel heima. Finnst hún að vísu veiða best léttklædd og þegar hún er skott laus en það er kannski bara smekksatriði. Mest lesið Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði
Þrátt fyrir heldur kaldann maímánuð eru veiðimenn að taka ágætlega við sér og nota skástu dagana til að sjá hvort vötnin um land allt séu að komast í gang. Það sem fylgir undirbúninginum fyrir veiðitúrinn er að skoða í boxinn og sjá hvað er til en margir hafa verið duglegir í vetur við að hnýta flugur og þá gjarnan þær sem hafa gefið best. En það gleymist alltaf ein og ein fluga og þegar það koma fram flugur sem verða mjög vinsælar falla þær gömlu og góðu stundum í gleymsku. Það eru margar veiðnar flugur sem kallast klassískar silungaflugur sem eru lítið notaðar í dag og þar má t.d. nefna Alder, Royal Coachman, Bloddy Buthcer og svo eina sem ég tel skyldu að eiga í boxinu. Black Zulu er afskaplega einföld fluga. Svartur búkur, svartur fjaðurvafningur, silfur oval tinsel og rautt stutt ullarskott. Þessi fluga er nefnilega oft ansi veiðin hvort sem er í vötnum eða í ám og silungurinn virðist oft ansi sólgin í hana. Hún veiðir líklegast best í stærðum 12-16# og hefur gefið undirrituðum ansi góða veiði í gegnum tíðina, þar á meðal eina bestu kvöldstund við Fljótaá fyrir mörgum árum þegar um 50 bleikjur tóku þessa flugu á einum eftirmiðdegi. Af tveimur bestu gömlu flugunum sem veiðimenn eiga að vera með í sínu boxi myndi ég telja að við hliðina á Black Zulu eigi Peter Ross vel heima. Finnst hún að vísu veiða best léttklædd og þegar hún er skott laus en það er kannski bara smekksatriði.
Mest lesið Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði