Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. maí 2018 07:30 Fréttamenn RÚV eru margir bálreiðir vegna ákvörðunar stjórnenda um að kaupa sig frá meiðyrðamáli. Fréttablaðið/Pjetur Útvarpsstjóri segir að eftir á að hyggja hafi trúnaðarákvæði í samkomulagi Ríkisútvarpsins við Guðmund Spartakus Ómarsson verið mistök sem ekki verði endurtekin. Mikil óánægja er meðal fréttamanna á RÚV með þá ákvörðun stofnunarinnar að semja sig frá meiðyrðamáli utan dómstóla með því að greiða Guðmundi 2,5 milljónir króna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku stendur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri við þá ákvörðun RÚV að semja sig frá meiðyrðamálinu. Hæstiréttur sýknaði á dögunum fjölmiðlamanninn Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Guðmundur höfðaði vegna umfjöllunar Hringbrautar um meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Sú umfjöllun byggði að stórum hluta á umfjöllun RÚV. Magnús Geir segir það hafa verið mat lögfræðinga RÚV að mál Hringbrautar og RÚV hafi verið ólík í eðli sínu og þeir metið að umtalsverðar líkur stæðu til að tilteknar kröfur Guðmundar á hendur RÚV næðu fram að ganga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fyrir viku sagði útvarpsstjóri að tiltekinn hluti fréttaflutnings RÚV hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. Þar sem kveðið er sérstaklega á um það í samkomulagi RÚV og Guðmundar að RÚV þurfi ekki að leiðrétta fréttir sínar né biðjast afsökunar, óskaði Fréttablaðið skýringa á því hvað var leiðrétt enda munu ummælin hafa vakið athygli fréttamanna RÚV. Í svari til Fréttablaðsins segir að útvarpsstjóri hafi með ummælum sínum um leiðréttingu verið að vísa til frekari fréttavinnslu af málinu þar sem komið hafi fram nýjar upplýsingar sem stönguðust á við tiltekin atriði úr fyrri frétt um að nafn Guðmundar hafi borið á góma við yfirheyrslu ungs pars sem handtekið var fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu. Upplýsingar sem fréttastofa RÚV hafi ekki getað sannreynt og staðfest með eigin vettvangsvinnu. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Fréttablaðið/Stefán Leiðréttingin, sem útvarpsstjóri túlkar sem svo, felur því aðeins í sér að fréttastofan greindi frá bæði fullyrðingum heimildarmanns paragvæska blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz og nýjum upplýsingum á aðra vegu. Engin eiginleg leiðrétting átti sér stað. Heimildir Fréttablaðsins herma að gríðarleg óánægja hafi verið meðal fréttamanna RÚV um sáttagreiðsluna og framgöngu stjórnenda RÚV í málinu þegar það kom upp. Raunar hafi þurft að halda „krísufund“ með fréttamönnum þegar upplýst var um málalyktir í haust. Sýknudómurinn nú á dögunum hafi þó síst verið til að lægja öldurnar. „Ólga er vægt til orða tekið, fólk er bara brjálað,“ segir einn heimildarmanna Fréttablaðsins innan RÚV. Fjölmiðlar þurftu í september síðastliðnum að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá aðgang að samkomulaginu sem leiddi til þess að Guðmundur féll frá meiðyrðamálinu gegn RÚV. Ástæðan var að RÚV sagði trúnað ríkja um samninginn. Þetta trúnaðarákvæði settu lögfræðingar RÚV hins vegar sjálfir í samkomulagið að sögn útvarpsstjóra. „Umrætt samkomulag innihélt trúnaðarákvæði áþekkt því sem oft má finna í samkomulagi þar sem deilumál eru til lykta leidd, sem og í hverju öðru samkomulagi almennt. Lögfræðingar félagsins settu inn slíkt „staðlað“ ákvæði til samræmis við það, sem eftir á að hyggja var ofaukið. Komi sambærileg mál til kastanna síðar, verða slík ákvæði ekki sett inn.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir 350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 aflétt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350 þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt. 12. apríl 2018 06:00 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sjá meira
Útvarpsstjóri segir að eftir á að hyggja hafi trúnaðarákvæði í samkomulagi Ríkisútvarpsins við Guðmund Spartakus Ómarsson verið mistök sem ekki verði endurtekin. Mikil óánægja er meðal fréttamanna á RÚV með þá ákvörðun stofnunarinnar að semja sig frá meiðyrðamáli utan dómstóla með því að greiða Guðmundi 2,5 milljónir króna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku stendur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri við þá ákvörðun RÚV að semja sig frá meiðyrðamálinu. Hæstiréttur sýknaði á dögunum fjölmiðlamanninn Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Guðmundur höfðaði vegna umfjöllunar Hringbrautar um meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Sú umfjöllun byggði að stórum hluta á umfjöllun RÚV. Magnús Geir segir það hafa verið mat lögfræðinga RÚV að mál Hringbrautar og RÚV hafi verið ólík í eðli sínu og þeir metið að umtalsverðar líkur stæðu til að tilteknar kröfur Guðmundar á hendur RÚV næðu fram að ganga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fyrir viku sagði útvarpsstjóri að tiltekinn hluti fréttaflutnings RÚV hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. Þar sem kveðið er sérstaklega á um það í samkomulagi RÚV og Guðmundar að RÚV þurfi ekki að leiðrétta fréttir sínar né biðjast afsökunar, óskaði Fréttablaðið skýringa á því hvað var leiðrétt enda munu ummælin hafa vakið athygli fréttamanna RÚV. Í svari til Fréttablaðsins segir að útvarpsstjóri hafi með ummælum sínum um leiðréttingu verið að vísa til frekari fréttavinnslu af málinu þar sem komið hafi fram nýjar upplýsingar sem stönguðust á við tiltekin atriði úr fyrri frétt um að nafn Guðmundar hafi borið á góma við yfirheyrslu ungs pars sem handtekið var fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu. Upplýsingar sem fréttastofa RÚV hafi ekki getað sannreynt og staðfest með eigin vettvangsvinnu. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Fréttablaðið/Stefán Leiðréttingin, sem útvarpsstjóri túlkar sem svo, felur því aðeins í sér að fréttastofan greindi frá bæði fullyrðingum heimildarmanns paragvæska blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz og nýjum upplýsingum á aðra vegu. Engin eiginleg leiðrétting átti sér stað. Heimildir Fréttablaðsins herma að gríðarleg óánægja hafi verið meðal fréttamanna RÚV um sáttagreiðsluna og framgöngu stjórnenda RÚV í málinu þegar það kom upp. Raunar hafi þurft að halda „krísufund“ með fréttamönnum þegar upplýst var um málalyktir í haust. Sýknudómurinn nú á dögunum hafi þó síst verið til að lægja öldurnar. „Ólga er vægt til orða tekið, fólk er bara brjálað,“ segir einn heimildarmanna Fréttablaðsins innan RÚV. Fjölmiðlar þurftu í september síðastliðnum að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá aðgang að samkomulaginu sem leiddi til þess að Guðmundur féll frá meiðyrðamálinu gegn RÚV. Ástæðan var að RÚV sagði trúnað ríkja um samninginn. Þetta trúnaðarákvæði settu lögfræðingar RÚV hins vegar sjálfir í samkomulagið að sögn útvarpsstjóra. „Umrætt samkomulag innihélt trúnaðarákvæði áþekkt því sem oft má finna í samkomulagi þar sem deilumál eru til lykta leidd, sem og í hverju öðru samkomulagi almennt. Lögfræðingar félagsins settu inn slíkt „staðlað“ ákvæði til samræmis við það, sem eftir á að hyggja var ofaukið. Komi sambærileg mál til kastanna síðar, verða slík ákvæði ekki sett inn.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir 350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 aflétt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350 þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt. 12. apríl 2018 06:00 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sjá meira
350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 aflétt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350 þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt. 12. apríl 2018 06:00
Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00
Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14