Lífið

Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ari Ólafsson á sviði í Altice-höllinni í Lissabon.
Ari Ólafsson á sviði í Altice-höllinni í Lissabon. Vísir/AP
Ísland fékk ekkert stig úr símakosningunni í Eurovision í ár. Ari Ólafsson var fulltrúi Íslands en hann flutti lagið Our Choice á fyrra undankvöldi keppninnar í Altice-höllinni í Lissabon síðastliðið þriðjudagskvöld.



Evrópskir áhorfendur voru ekki hrifnir af laginu sem fékk 0 stig úr símakosningunni.


Our Choice hafnaði í neðsta sæti fyrri undanriðilsins með fimmtán stig. Lagið fékk 7 stig frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, 4 stig frá tékknesku dómnefndinni, tvö stig frá dómnefndinni í Makedoníu og 1 stig frá svissnesku og belgísku dómnefndunum. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenskir áhorfendur kusu í fyrri undanriðlinum:

 

 

Og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar á fyrra undankvöldinu. Dómnefndina skipuðu Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona sem var jafnframt formaður nefndarinnar, Hlynur Benediktsson tónlistarmaður, Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður, Jón Rafnsson tónlistarmaður og Erla Jónatansdóttir söngkona og tónlistarkennari. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×