Sigurður bæði neitaði og játaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 15:30 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15