Ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2018 21:30 Karl Gunnarsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00