Vísindamenn líkja eftir loftslagsbreytingum á hálendi Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Plastbúr á vegum Ingibjargar Svölu Jónsdóttur sem starfað hefur undir merkjum International Tundra Experiment í yfir tuttugu ár. Ingibjörg Svala Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00