Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2018 21:30 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“ Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira