Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2018 06:00 Fýlar afla sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar og gleypa því oft plast. Vísir/ernir Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Sjá meira