Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:51 Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað þann 28. apríl síðastliðinn. Vísir/Ívar Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum. Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27