Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2018 13:59 Tryggvi Ingólfsson. Mynd/Arnþór Birkisson Stefnt er að því að Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir fall af hestbaki, verði í umönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í framtíðinni. Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir en hann hefur búið á hjúkrunarheimilinu í ellefu ár. Tryggvi fór í aðgerð nýverið en þegar hann ætlaði að snúa aftur á Kirkjuhvol var neitað að taka við honum. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að athugun hafi leitt í ljós að hjúkrunarheimilið geti ekki séð um aðhlynningu og vistun Tryggva svo að öryggi hans sé tryggt. „Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Sveitarstjórn Rangárþings eystra fer með rekstrarlega ábyrgð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Sveitarstjórn hefur þar engar faglegar forsendur til að grípa inn í einstök mál skjólstæðinga.Vegna mjög viðkvæms málefnis fatlaðs einstaklings sem hefur um 11 ára skeið verið þar heimilismaður hafa stjórnendur Kirkjuhvols og sveitarstjórn notið ráðgjafar Margrétar Tómasdóttur sem er talsmaður sjúklinga sem og annarra sérfræðinga.Athugun umræddra sérfræðinga hefur leitt í ljós að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll, hafi á þessum tímapunkti ekki forsendur til þess að sjá um aðhlynningu og vistun umrædds einstaklings svo að öryggi hans verði tryggt.Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið.Að gefnu tilefni skal einnig skýrt tekið fram að sveitarstjórn stýrir ekki heldur hverjir fá búsetuúrræði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, það gerir sérstök Heilsu- og færnimatsnefnd sérfræðinga á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stefnt er að því að Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir fall af hestbaki, verði í umönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í framtíðinni. Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir en hann hefur búið á hjúkrunarheimilinu í ellefu ár. Tryggvi fór í aðgerð nýverið en þegar hann ætlaði að snúa aftur á Kirkjuhvol var neitað að taka við honum. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að athugun hafi leitt í ljós að hjúkrunarheimilið geti ekki séð um aðhlynningu og vistun Tryggva svo að öryggi hans sé tryggt. „Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Sveitarstjórn Rangárþings eystra fer með rekstrarlega ábyrgð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Sveitarstjórn hefur þar engar faglegar forsendur til að grípa inn í einstök mál skjólstæðinga.Vegna mjög viðkvæms málefnis fatlaðs einstaklings sem hefur um 11 ára skeið verið þar heimilismaður hafa stjórnendur Kirkjuhvols og sveitarstjórn notið ráðgjafar Margrétar Tómasdóttur sem er talsmaður sjúklinga sem og annarra sérfræðinga.Athugun umræddra sérfræðinga hefur leitt í ljós að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll, hafi á þessum tímapunkti ekki forsendur til þess að sjá um aðhlynningu og vistun umrædds einstaklings svo að öryggi hans verði tryggt.Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið.Að gefnu tilefni skal einnig skýrt tekið fram að sveitarstjórn stýrir ekki heldur hverjir fá búsetuúrræði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, það gerir sérstök Heilsu- og færnimatsnefnd sérfræðinga á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent