Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 15:52 Málið var kveðið upp í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í dag. Vísir/GVA Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent