„Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna.
Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat.
„Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina.
Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“
No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM
— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018
Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna.