Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg 19. maí 2018 09:00 Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir, tæp 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30
Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30