Gísli Þorgeir Kristjánsson verður með FH í dag gegn ÍBV en hann er talinn vera leikhæfur þrátt fyrir atvikið sem átti sér stað í vikunni.
Það var ljóst fyrr í dag að Andri Heimir var dæmdur í eins leiks bann fyrir brotið á Gísla og verður Andri því ekki með í leiknum í dag.
Ljóst er að þetta eru frábærar fréttir fyrir FH-inga en Gísli Þorgeir hefur verið í algjöru lykilhlutverki fyrir FH í vetur og spilað mjög vel í úrslitakeppninni.
Ásbjörn Friðriksson verður einnig með FH-ingum í dag en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins og því eru þetta tvöfalt góðar fréttir fyrir FH.

