Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hún fer fram á að stjórnvöld og fjölmiðlar gefi deiluaðilum vinnufrið.
Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú varið á fjórða mánuð en það var í byrjun febrúar sem deilunni var vísað til ríkissáttasemjara. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra sagði í fréttum Stöðvar tvö fyrir tíu dögum að deiluaðilar væru farnir að tala í lausnum. Ljósmæður krefðust sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir væru að fá.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að undanfarið hafi vinnufundir farið fram og biður um vinnufrið.
„Eins og málin standa núna hafa verið að fara fram vinnufundir og þegar það eru vinnufundir þá þýðir það að fólk er að bera saman bækur sínar og leggjast yfir gögn þannig að ég tel það afar mikilvægt að bæði stjórnmálafólk og fjölmiðlar gefi vinnufrið á þessum fundum og á meðan fólk er að hittast og boða næstu fundi þá eru hlutirnir að mjakast í átt til lausnar.“
Ert þú að fylgjast með þessu á hliðarlínunni?
„Ég fylgist aðeins með já, og er bjartsýn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra
Tengdar fréttir

Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur.

Þokast nær lausn í ljósmæðradeilu
Í dag fór fram óformlegur fundur þar sem hlutar beggja samninganefnda.

Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent
Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi ljósmæður var nýlega birtur. Um lágmarkshækkun var að ræða segir aðili að samningnum. Ljósmæður þurfi að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun.